Kaffifróðleikur

Ástríða fyrir góðu kaffi er grunnurinn að öllu sem við gerum.  Við kaupum meirihlutan af kaffibaununum beint af bónda, bændurnir okkar hafa allir sömu ástríðu og við fyrir góðu kaffi og hafa mikinn metnað í að rækta eins góðar kaffibaunir og hægt er. En það er ekki nóg að hafa gott hráefni, allt ferlið frá baun í bolla skiptir máli. Það sem neytendur ættu að hafa í huga er að kaffið sé eins ferskt og hægt er og helst nýmalað, búnaðurinn hreinn og hitastig vatns sem er notað. Hér að neðan er farið nánar yfir fróðleik sem kemur sér vel þegar að kemur að kaffigerð.

Brennslan

Dagleg brennsla

Að brenna kaffi er list. Þó við notum nútíma tækni til að aðstoða okkur er Ragnheiður brennslumeistari alltaf við stjórn. Hún hlustar, lyktar og horfir á baunirnar í ofninum, því hver kaffitegund hefur sín sérkenni. Daglega brennir hún í litlum og stórum skömmtum, sem tryggir að þú fáir alltaf nýbrennt kaffi. Kaffitár brennir kaffi yfirleitt á þrjá til fjóra mismunandi vegu. Þessar brennslur nefnast: meðal-, kúbönsk-, Vínar- og frönsk brennsla. Til að sannreyna gæðin fer fram smökkun á hverjum degi í sérstöku smökkunarherbergi og tilraunastofu Kaffitárs. Brennslumeistari okkar, Ragnheiður Hólm Sævarsdóttir, hefur mjög þjálfaða bragðlauka og dreypir á kaffinu (ásamt Aðalheiði kaffimeistara) þar til baunirnar ná að framfæra sínar allra bestu hliðar. Hlutverk brennslumeistarans er því mjög mikilvægt, og næmni hans getur gert gott kaffi jafnvel enn betra.

Blöndun og smökkun

Þegar við búum til kaffiblöndur sameinum við ólíkt bragð og mismunandi brennslustig. Við smökkum og blöndum og smökkum aftur og aftur þar til takmarkinu um sinfóníu í bragði er náð. Margar af okkar blöndum hafa fylgt okkur frá fyrstu tíð, viðskiptavinum okkar til ánægju.

Að búa til gott kaffi

Filter