Mismunandi uppáhellingaraðferðir
Chemex
Chemex á margt sameiginlegt með v60. Það sem er frábrugðið er skemmtileg lögun könnunar, filterinn sem er töluvert grófari er brotinn saman og krefst því grófari mölunar en v60. Þessi kaffikanna er fræg á heimsvísu og má sjá hana t.a.m. í sjónvarpsþáttunum Friends.
Hægar uppáhellingar (v60)
Það er fátt betra en ljúfur kaffibolli. Að hella upp á hæga uppáhellingu er gæðastund með sjálfum þér sem margir fá ekki nóg af. Því mælum við með því að byrja annasaman vinnudag, eða rólegan frídag, á morgunhugleiðslu sem felst í því að standa yfir hellingunni og nostra við hana þannig úr verður besti kaffibolli dagsins.
Hefbundin uppáhellingarkanna
Árið 1954 var Wigomat (fyrsta rafknúna, sjálfvirka uppáhellingarkannan) hönnuð í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Velflest íslensk heimili skarta sjálfvirkri uppáhellingarkönnu hvort sem ábúandinn drekkur kaffi eður ei. Sem er ekki skrítið þar sem við bjóðum gesti gjarnan velkomna með spurningunni ,,Viltu kaffi?“
Heimilis expressovél
Á kaffhúsum okkar erum við vel búin stórum vélum og útbúa kaffibarþjónar okkar kaffi eftir sinni bestu getu og setja alúð í hvern bolla. Sumum langar þó að búa til kaffið heima fyrir og þá er ýmislegt sem þarf að hafa í huga.
Kaldar uppáhellingar (e.cold brew)
Kalt kaffi er hægt að brugga á ýmsa vegu. Hella upp á heitt, kæla niður og njóta dagsins eftir. Kaldbruggað með köldu vatni og látið standa í ísskáp í allt að sólarhring og svo að lokum snöggkælt yfir klaka. Allt saman góðar aðferðir sem hver velur eftir sínu höfði hvort sem þið viljið svart og kalt yfir klaka eða jafnvel sem hluti af kokteil.
Mokkakanna
Klassísk ítölsk uppáhelling sem finna má á hverju ítölsku heimili. Bragðmikil uppáhelling sem hægt er að njóta eins og hún kemur, eða sem grunn í mjólkurdrykk á borð við kaffi latte. Uppáhelling þessi hentar einnig vel í bakstur þar sem kaffið er kröftugt og má nota aðeins meira af því án þess að eiga í hætu að þynna deigið.
Pressukanna
Pressukanna er einföld uppáhelling sem allir geta náð tökum á stuttum tíma. Kaffið er bragðmikið og kröftugt vegna sigtis sem þrýstir kaffikorginum niður. Vegna þess að enginn bréffilter er til staðar, verða olíur og örlítið af gruggi eftir í bollanum sem margir kunna að meta.
Syphon
Uppáhelling sem krefst æfingar og vekur forvitni og áhuga þegar hún fer fram. Hönnunin á Syphon gerir það greinilegt að kaffikönnuninni var ekki ætlað að vera falin í eldhúsinu, heldur átti hún að njóta sín í borðstofunni þar sem flestir gátu borið hana augum.
Woodneck
Woodneck er uppáhellingarkanna frá Hario fyrirtækinu þar sem notast er við taufilter.