Hönnunarmars 2020

Hönnunarmars 24. til 28. júní 2020 í Kaffitár Bankastræti

Í tilefni að HönnunarMars gefur Kaffitár út myndskreytt plakat og 40 einstaka Ancap kaffibolla handmálaða af Laufeyju Jónsdóttur teiknara og hönnuði hjá Kaffitári.

Síðustu ár hefur Laufey myndskreytt fyrir Kaffitár við hin ýmsu tækifæri, allt frá veggskreytingum til uppáhellingaleiðbeininga. Lifandi safn teikninganna skapa nú fallega heild sem fangar einstakan heim Kaffitárs.

Kaffitár Bankastræti 8
Opið alla daga frá 07:00-17:00