Kaffiklúbburinn

Markmið klúbbsins er að bjóða það nýjasta og besta sem er að gerast í kaffiheiminum og vekja athygli á þeim bændum sem vinna eftirtektarvert starf í kaffiræktun.

Klúbburinn virkar svona:
Þú skráir þig hér á heimasíðunni.

Færð fréttabréf með upplýsingum um kaffið sem þú ert að fara að njóta auk skemmtilegs fróðleiks um hvað er að gerast í kaffiheiminum á líðandi stundu

Tveir pakkar af kaffi (250gr) sendir heim mánaðarlega

Auðvelt er að afþakka eða skrá sig úr klúbbnum

Þér er boðið að hitta brennslumeistarann, taka þátt í smökkun, koma á námskeið og hitta kaffibónda

Áskrifendur fá mánaðarlega það besta og nýjasta kaffi sem til er hverju sinni

Klúbbsgjald er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.

Þú sérð hvað er í boði í hverjum mánuði hér að neðan.

Kaffiklúbbur Kaffitárs í nóvember
Kaffiklúbbur Kaffitárs í nóvember

þann Nov 11, 2022

Góðan og blessaðan daginn. Nicolas Antonio Blandino Herrera á 1,4 hektara lands inná milli fjalla í Nueva Segoviahéraði í Níkaragúa. San Miguel kallar hann landið sitt. Engir vegir eru að landinu og ...

Nánar
Kaffiklúbbur Kaffitárs í október
Kaffiklúbbur Kaffitárs í október

þann Oct 13, 2022

Kenía Meru Við rætur fjallsins Kenía er héraðið Meru. Samvinnufélagið Kangiri við austurhluta fjallsins sér um að þvo, þurrka, flokka og selja kaffi frá bændum í nærliggjandi sveitum. Kenía Meru kall...

Nánar
Kaffiklúbbur Kaffitárs í september
Kaffiklúbbur Kaffitárs í september

þann Sep 27, 2022

El Salvador Finca Las Robles Pacamara stórar og bústnar baunir, fullar af sætum ávexti og góðri fyllingu. Möndlur, kakó og svart te. Hlýjar og vermir þegar vindurinn blæs úti. José Roberto Deraz hef...

Nánar