Kaffiklúbbur Kaffitárs
Markmið klúbbsins er að bjóða það nýjasta og besta sem er að gerast í kaffiheiminum og til að vekja athygli á þeim bændum sem vinna eftirtektarvert starf í kaffiræktun.
Klúbburinn virkar svona:
• Þú skráir þig á heimasíðunni.
• Færð fréttabréf með upplýsingum um kaffið sem þú ert að fara að njóta auk skemmtilegs fróðleiks um hvað er að gerast í kaffiheiminum á líðandi stundu
• Tveir pakkar af kaffi (250gr) sendir heim mánaðarlega
• Auðvelt er að afþakka eða skrá sig úr klúbbnum
• Þér er boðið að hitta brennslumeistarann, taka þátt í smökkun, koma á námskeið og hitta kaffibónda
• Áskrifendur fá mánaðarlega það besta og nýjasta kaffi sem til er hverju sinni
• Verð á kaffiklubbum er 2.600 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.
Hvað bjóðum við upp á í mars?
Er ekki indælt að fá tvo nýbrennda kaffipakka senda til sín nú þegar hvín í vindinum og kuldinn bítur í kinnarnar? Ilmandi nýtt kaffi með angan sem fyllir húsið. Í mars er kaffi frá Perú og Kólumbíu.
Lífrænt kaffi hefur ekki verið mjög áberandi í úrvali Kaffitárs en ratar þó stundum inn á borð til okkar. Peru Kuelap kaffið er lífrænt ræktað og eins hefur það Fairtrade vottun. En við keyptum það bragðsins vegna. Það er mjúkt og ljúffengt með rjómakenndri fyllingu. Ávöxturinn og sætan minna á sólber. Það er gaman að geta boðið uppá kaffi frá Perú sem er ræktað í Amason héraði rúmlega 1500 metrum yfir sjávarmáli. Kaffið hentar vel í allar tegundir uppáhellingar.
Kólubía Huila er klassískt kaffi. Í huila snýst lífið um kaffi. Þúsundir smábænda rækta kaffið sitt í snarbröttum hlíðum Andeanfjallagarsins. Húsin eru byggð uppá toppi fjallana og þar eru kaffiberin oftast sólþurrkuð áður en þau eru send í vinnslustöðina. Huila frá Felipe vini okkar er tært og meðalfyllt kaffi. Mildur hnetukeimur, plóumur og karamella í eftirbragði. Gott í uppáhellingu og pressukönnu.
Pakkarnir tveir eru áætlaðir í póst þann 17. mars og verða tilbúnir til afhendingar á Kaffihúsum okkar 19. mars.
Verðið á sendingunni er 2.600 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.