Litaflokkar

Allt kaffið okkar er flokkað í 4 litflokka eftir bragðupplifun; appelsínugult, bleikt, blátt og fjólublátt.

Hver kaffitegund er flokkuð eftir fyllingu, brennslu og bragðtónum sem mun auðvelda kaffiunnendum að velja kaffi við sitt hæfi. 

Því ætti sá sem kann t.d. að meta kaffitegund í appelsínugulu litalínunni að geta kynnt sér nýjar undirtegundir í þeim lit sem ættu allar að eiga leikandi vel við smekk viðkomandi. 

Í appelsínugula flokknum eru kaffitegundir með líflegan ávöxt og oft örlítið sætan keim. Kaffið er minna brennt en í öðrum flokkum sem þýðir að þá njóta sín allir tónar kaffibragðsins og þá sérstaklega ávöxturinn.

Í bleika flokknum eru kaffitegundir með góðri fyllingu, það þýðir að kaffið er bragðmeira og bragðið varir lengi í munni. Þær eru brenndar ögn lengur en við það brúnast náttúrulegi sykurinn í baununum meira, fyllingin eykst og merkja má örlítinn brenndan keim.

Í bláa flokknum eru kaffitegundir sem eru brenndar enn lengur. Þá eru brenndir tónar fyrirferðarmestir í bragði, fyllingin eykst og ávöxtur í bragði minnkar.

Í fjólubláa flokknum er bragðbætt kaffi. Margir hafa gaman af smá tilbreytingu við kaffidrykkjuna og þá getur bragðbætt kaffi verið skemmtilegur útúrdúr frá vananum. Bragðefnin sem við notum eru olíur og eru án allra sætuefna. Hvaða litaflokkur hentar þér best?

Taktu Kaffiprófið