Fyrirtækjaþjónusta

Þjónusta við fyrirtæki

Kaffitár býður upp á ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja sem vilja bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum sínum gott kaffi. Ragnheiður brennslumeistari brennir kaffið daglega til að tryggja gæði vörunnar svo að fyrirtækið þitt fái ferskt og gott kaffi.

Starfsmenn okkar búa yfir sérþekkingu á þeim vélum og búnaði sem þarf til að laga gott kaffi auk þess að þekkja vel kaffihráefnið og framleiðsluferli þess. Við höfum þekkingu og reynslu af vélum sem við mælum sérstaklega með frá þekktum framleiðendum sbr. Fetco, Rheavendors og Rancilio. Einnig erum við með umboð á expressóvélum frá La Marzocco en þær vélar má sjá á kaffihúsum Kaffitárs.