Um okkur

Ástríða - Sérfræðiþekking – Alúð - Fjölmenning

Kaffitár hefur verið til síðan 1990, og síðan þá hefur kaffifyrirtækið markað nokkur spor í sögu kaffiframleiðslu á Íslandi. Alveg frá upphafi hafa ástríða og fagmennska einkennt framgöngu þess á kaffimarkaði, og hefur hvortveggja sest að í neytendum. Það er vissulega auðvelt að hengja utan á sig slíkum kostum, en þegar sælkera er ljóst að kaffið okkar er brennt með hjartanu og borið fram af þekkingu, þá er það líka sýnt að Kaffitár er til staðar til að veita hámarks ánægju.

Kaffið sjálft kemur þó ekki aðeins eitt þar við sögu, heldur einnig starfsfólkið. Kaffitár hefur í öll þessi ár lagt sig í líma við að þjálfa og fræða starfsfólk sitt í kaffi listinni þannig að hver og einn sé svo vel verki farinn að öruggt sé að bestu eiginleikar kaffisins komist til skila. Kaffibarþjónar okkar eru líka fyrir löngu orðnir þjóðkunnir fyrir færni sína við kaffi drykki, og hafa jafnt og þétt lagt „kaffi heiminn“ á borð fyrir neytandann.

Viltu koma einhverju á framfæri við Kaffitár?
Gjörðu svo vel, við tökum glöð við ábendingum og hugmyndum um fyrirtækið, kaffihúsin og vörurnar. Sendu póst á kaffitar@kaffitar.is og við komum því áleiðis.

Kveðja,
Starfsfólk Kaffitárs

Stjórnun og skipulag

Leiðarljós

Kaffitár er leiðandi kaffifyrirtæki á Íslandi sem hefur það markmið að veita sem flestum þá ánægju að drekka úrvalskaffi.

Stefna

Ástríða er drifkraftur Kaffitárs og því er ástríðubaunin stór hluti af sjálfsmyndinni sem og tákni fyrirtækisins. Starfsfólk Kaffitárs er fróðleiksfúst um allt hvað varðar kaffi og leitar eftir að miðla þekkingu sinni til viðskiptavinarins.

Andlit Kaffitárs eru kaffihúsin og innan veggja þeirra líður viðskiptavininum vel og finnur að lögð hefur verið alúð við hvert smáatriði og að Kaffitár er lifandi staður og skemmtilegur. Kaffitár er ábyrgt fyrirtæki sem er umhugað um velferð kaffibóndans og að frumkvæði og sköpunargleði starfsfólks fái að njóta sín.

Gildi

Gildin fjögur sem Kaffitár vinnur eftir eru ástríða, sérfræðiþekking, alúð og fjölmenning.

Styrktarstefna

Gildi Kaffitárs, alúð og fjölmenning endurspeglast í styrktarstefnu Kaffitárs. Kaffitár styrkir á hverju ári fjölda samtaka sem tengjast fólki með þroskahamlanir, sinna starfssemi barna og kvenna og samtök sem styrkja fólk í neyð og í veikindum. Kaffitár hefur einnig verið sterkur stuðningsaðili lista- og menningaviðburða, við styrkjum ýmsa atburði sem tengjast menntun og nýsköpun og við styrkjum menntamál og heilbrigðismál í kaffiræktunarlöndum.

Kaffitárs styrkir eru nær eingöngu kaffi, götumál, kaffikörfur, vélar og brúsar að láni ásamt vinnu starfsmanna. Sótt er um styrki með því að senda fyrirspurn á  kaffitar@kaffitar.is
Fyrirspurn um styrk skal innihalda:
- Nafn á viðburði eða verkefni.
- Nafn, netfang og síma hjá tengilið verkefnis.
- Lýsing á verkefni og tímaáætlun.
- Hvers vegna ætti Kaffitár að styrkja þennan viðburð / þetta verkefni?
- Hvað fær Kaffitár fyrir stuðning sinn, t.d auglýsingabirtingar?
- Hver er markhópurinn, stærð?
- Koma önnur fyrirtæki að viðburði / verkefni, ef svo hver og með hvaða hætti?
- Hvað er það sem óskað er eftir?

Vegna fjölda umsókna sem berast Kaffitári, þá gefst ekki færi á að svara þeim öllum. Umsóknarbeiðnir eru skoðaðar á tvisvar í mánuði. Ef svar berst ekki innan 2 vikna þá hefur beiðni þinni verið hafnað.

Svansvottun

Kaffitári er umhugað um umhverfið og við sjáum það sem samfélagslega ábyrgð okkar að huga að umhverfismálum allt frá baun í bolla. Stefna okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi kaffibrennslu og kaffihúsa. Kaffitár vill vera góð fyrirmynd í umhverfismálum og sýna í verki að umhverfisvernd getur verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi. Kaffihús Kaffitárs fengu Svansvottun árið 2010 og er liður í því að draga úr umhverfisáhrifum kaffihúsa okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum þar.

Svansvottun kaffihúsa

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem hjálpar neytendum að velja vörur og þjónustu sem er vistvænni en annað sambærilegt á markaðinum.

Helstu þættir Svansvottunar í starfssemi Kaffitárs eru:

  • Markvissar aðgerðir til að minnka notkun einnota umbúða, t.d. pappamála, og þar með minnka almennt sorp.

  • Flokkun til endurvinnslu, s.s. lífrænt, pappír, bylgjupappi, plast, endurvinnanlegar umbúðir og málmur.

  • Notkun umhverfismerktra hreinsiefna og pappírs.

  • Skráning á orku og vatnsnotkun.

Hvað þýðir það að kaffihúsin hafi hlotið Svansvottun?

Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi og þjónusta kaffihúsa Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Í samstarfi við viðskiptavini okkar höfum við m.a. unnið markvisst að því að minnka notkun einnota pappamála undir kaffidrykki og nota þess í stað fjölnota ferðamál með því að:

  • Bjóða 40 kr afslátt af hverjum drykk þegar viðskiptavinur kemur með eigið fjölnota ferðamál.

  • Bjóða gott úrval af fjölnota ferðamálum til sölu ásamt því að frír drykkur fylgir hverju keyptu máli.

Árangurinn mælum við með því að skoða reglulega hlutfall seldra drykkja í pappamálum og hlutfall þeirra sem nýta sér afsláttinn með því að koma með eigið fjölnota ferðamál.

Starfsfólk

Aðalheiður Héðinsdóttir

Innkaup á kaffi

adalheidur@kaffitar.is

Guðdís Eiríksdóttir

Verslunarstjóri -Háskólinn í Reykjavík og Höfðatorg

guddis@kaffitar.is

Kristín Biering

þjálfari

kristinb@kaffitar.is

Marta Rut Pálsdóttir

Framkvæmdastjóri kaffihúsa

marta@kaffitar.is

Phatthariya Amira Daníelsdóttir

Verslunarstjóri - Kringlan

nen@kaffitar.is

Saga Kaffitárs

Kaffitár var stofnað árið 1990, en þá var Aðalheiður Héðinsdóttir, nýkomin heim frá Wisconsin eftir að hafa búið þar um skeið og ákvað að selja bílinn sinn og kaupa sér sinn fyrsta brennsluofn. Þegar Aðalheiður dvaldi í Bandaríkjunum byrjaði hún að versla sér sérvalið kaffi sem hún malaði sjálf og fór á ýmis uppáhellingar námskeið og það má segja að ástríðan fyrir kaffinu kviknaði þar. Það var þá sem hún kynntist Victor Mondry , en hann er virtur kaffismakkari og hefur unnið til margra alþjóðlegra verðlauna. 
Hún samdi við hann að vinna launalaust á kaffihúsinu hans en í stað myndi hann kenna henni allt sem við kemur kaffi og rekstri. Aðalheiður vann hjá Victor Mondry í tæpt ár og þjálfaði bragðlaukana sína með að brenna og smakka hinar mismunandi kaffitegundir. Síðan þegar heim var komið leigði hún sitt fyrsta húsnæði í Holtsgötu 52 í Njarðvík, en þar voru fyrstu höfuðstöðvar kaffibrennslu Kaffitárs. Aðalheiður rak Kaffitár í 28 ár en í nóvember 2018 kaupir Nýja Kaffibrennslan Kaffitár. Nýja kaffibrennslan ehf. var stofnuð árið 2000 eftir samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Þar sameinuðust tvær elstu kaffibrennslur landsins sem höfðu framleitt kaffi fyrir Íslendinga frá árinu 1924. Í dag starfar Aðalheiður enn hjá fyrirtækinu við innkaup af kaffi svo ljóst er að undir merkjum Kaffitárs hafi miklir reynsluboltar sameinað sína krafta.