Opnunartímar

Andlit Kaffitárs eru kaffihúsin og innan veggja þeirra líður viðskiptavininum vel og finnur að lögð hefur verið alúð við hvert smáatriði og að Kaffitár er lifandi staður og skemmtilegur. Kaffitár er ábyrgt fjölskyldufyrirtæki sem er umhugað um velferð kaffibóndans og að frumkvæði og sköpunargleði starfsfólks fái að njóta sín.

Þú finnur okkur á 3 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

 

 

Háskólinn í Reykjavík

Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir

Í HR geta nemendur, starfsfólk og gestir yljað sér á ilmandi kaffibolla og gætt sér á sérvöldu meðlæti í kaffihúsi Kaffitárs sem staðsett er í Sólinni í háskólanum. Á kaffihúsinu er lögð áhersla á góða þjónustu og notalega stemmingu með þægilegri aðstöðu.

Opnunartími:

Mánudag - föstudag 08:00-15:00.

Sími:

669 8253

Staðsetning:

Menntavegi 1 Sjá kort

Höfðatorg

Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir

Hlýlegt og rúmgott kaffihús með veglegri verönd sem snýr í suður. Kaffiunnendur geta því setið útivið á góðviðrisdögum með dásemdar kaffi og kruðerí og notið þess besta sem íslenskt sumar hefur upp á að bjóða. Hér fæst einnig ríkulegt úrval af kaffigerðartólum og tækjum og auðvitað allt okkar dásamlega kaffi. Þetta bjarta og fallega kaffihús opnaði 2008.

Opnunartími:

Mánudag - föstudag 7:30 -16:00.
Laugardagar 10:00-16:00
Sunnudagar lokað

Sími:

669 8250

Staðsetning:

Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sjá kort

Kringlan

Verslunarstjóri: Phatthariya Amira Daníelsdóttir

Fyrsta kaffihús Kaffitárs var opnað í kringlunni árið 1994. Staður okkar í Kringlunni hefur ekki alltaf verið jafn stór og hann er núna. Árið 1994 þegar Kaffitár smokraði hér inn fæti var rými kaffihússins aðeins 14 fermetrar. Það var svo árið 1999 sem þessi litli staður sprengdi utan af sér nýlenduhaminn og 14 fermetrar urðu að 140 og Kaffitár flutti á núverandi stað. Þó að kaffihúsið í Kringlunni sé ekki stærst í fermetrum talið, er þetta samt sá staður Kaffiárs sem flestir kannast við, og á sér því stærsta viðskiptahópinn. Svo sannarlega vin í verslunarmiðstöðinni, fyrir gesti Kringlunnar sem og aðra kaffiunnendur, með ríkulegt úrval af kaffidrykkjum og kruðerí. Hér fæst einnig allt úrval Kaffitárs af öllu því dýrindiskaffi sem er á boðstólnum hverju sinni.

Opnunartími:

Mánudag - föstudag 9:30 - 18:30.
Laugardag 10:30 - 18:00.
Sunnudag 11:30- 17:00.

Sími:

669 8251

Staðsetning:

Kringlunni 8-12, 103 Reykjavík (1.hæð á móti Hagkaup) Sjá kort

Svansvottun

Kaffitári er umhugað um umhverfið og við sjáum það sem samfélagslega ábyrgð okkar að huga að umhverfismálum allt frá baun í bolla. Stefna okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi kaffibrennslu og kaffihúsa. Kaffitár vill vera góð fyrirmynd í umhverfismálum og sýna í verki að umhverfisvernd getur verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi. Kaffihús Kaffitárs fengu Svansvottun árið 2010 og er liður í því að draga úr umhverfisáhrifum kaffihúsa okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum þar.

Svansvottun kaffihúsa

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem hjálpar neytendum að velja vörur og þjónustu sem er vistvænni en annað sambærilegt á markaðinum.

Helstu þættir Svansvottunar í starfssemi Kaffitárs eru:

  • Markvissar aðgerðir til að minnka notkun einnota umbúða, t.d. pappamála, og þar með minnka almennt sorp.

  • Flokkun til endurvinnslu, s.s. lífrænt, pappír, bylgjupappi, plast, endurvinnanlegar umbúðir og málmur.

  • Notkun umhverfismerktra hreinsiefna og pappírs.

  • Skráning á orku og vatnsnotkun.

Hvað þýðir það að kaffihúsin hafi hlotið Svansvottun?

Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi og þjónusta kaffihúsa Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Í samstarfi við viðskiptavini okkar höfum við m.a. unnið markvisst að því að minnka notkun einnota pappamála undir kaffidrykki og nota þess í stað fjölnota ferðamál með því að:

  • Bjóða 40 kr afslátt af hverjum drykk þegar viðskiptavinur kemur með eigið fjölnota ferðamál.

  • Bjóða gott úrval af fjölnota ferðamálum til sölu ásamt því að frír drykkur fylgir hverju keyptu máli.

Árangurinn mælum við með því að skoða reglulega hlutfall seldra drykkja í pappamálum og hlutfall þeirra sem nýta sér afsláttinn með því að koma með eigið fjölnota ferðamál.