Opnunartímar
Andlit Kaffitárs eru kaffihúsin og innan veggja þeirra líður viðskiptavininum vel og finnur að lögð hefur verið alúð við hvert smáatriði og að Kaffitár er lifandi staður og skemmtilegur. Kaffitár er ábyrgt fjölskyldufyrirtæki sem er umhugað um velferð kaffibóndans og að frumkvæði og sköpunargleði starfsfólks fái að njóta sín.
Þú finnur okkur á 2 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Háskólinn í Reykjavík
Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir
Í HR geta nemendur, starfsfólk og gestir yljað sér á ilmandi kaffibolla og gætt sér á sérvöldu meðlæti í kaffihúsi Kaffitárs sem staðsett er í Sólinni í háskólanum. Á kaffihúsinu er lögð áhersla á góða þjónustu og notalega stemmingu með þægilegri aðstöðu.
Opnunartími:
Mánudag - föstudag 08:00-15:00.
Sími:
Staðsetning:
Menntavegi 1 Sjá kort

Kringlan
Verslunarstjóri: Phatthariya Amira Daníelsdóttir
Fyrsta kaffihús Kaffitárs var opnað í kringlunni árið 1994. Staður okkar í Kringlunni hefur ekki alltaf verið jafn stór og hann er núna. Árið 1994 þegar Kaffitár smokraði hér inn fæti var rými kaffihússins aðeins 14 fermetrar. Það var svo árið 1999 sem þessi litli staður sprengdi utan af sér nýlenduhaminn og 14 fermetrar urðu að 140 og Kaffitár flutti á núverandi stað. Þó að kaffihúsið í Kringlunni sé ekki stærst í fermetrum talið, er þetta samt sá staður Kaffiárs sem flestir kannast við, og á sér því stærsta viðskiptahópinn. Svo sannarlega vin í verslunarmiðstöðinni, fyrir gesti Kringlunnar sem og aðra kaffiunnendur, með ríkulegt úrval af kaffidrykkjum og kruðerí. Hér fæst einnig allt úrval Kaffitárs af öllu því dýrindiskaffi sem er á boðstólnum hverju sinni.
Opnunartími:
Mánudag - föstudag 9:30 - 18:30.
Laugardag 10:30 - 18:00.
Sunnudag 11:30- 17:00.
Sími:
Staðsetning:
Kringlunni 8-12, 103 Reykjavík (1.hæð á móti Hagkaup) Sjá kort