FJÖLBREYTT ÚRVAL Í NETVERSLUN OKKAR

Við sendum um land allt en einnig er hægt að sækja til okkar í Kaffitár Höfðatorgi

Haustdrykkir kaffitárs

Kíktu við og prófaðu ljúffengu haustdrykkina okkar.

Pumpkin Pie

Latte með Pumpkin Spice sírópi, toppaður með dúnmjúkum rjóma og kanil

Hnetu Mokka

Heitt súkkulaði með tvöföldum expressó, heslihnetusírópi og þeyttum rjóma

Túrmerik Latte

Túrmerik kryddblanda með flóaðri mjólk og sætu hunangi

Cocoa Puffs Jökull

Jökull með súkkulaðisósu, þeyttum rjóma og gamla góða Cocoa Puffs

Umhverfisstefna Kaffitárs

Kaffitári er umhugað um umhverfið og við sjáum það sem samfélagslega ábyrgð okkar að huga að umhverfismálum allt frá baun í bolla. Stefna okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi kaffibrennslu og kaffihúsa. Kaffitár vill vera góð fyrirmynd í umhverfismálum og sýna í verki að umhverfisvernd getur verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar höfum við m.a. unnið markvisst að því að minnka notkun einnota pappamála undir kaffidrykki og nota þess í stað fjölnota ferðamál með því að: Bjóða afslátt af hverjum drykk þegar viðskiptavinur kemur með eigið fjölnota ferðamál. Bjóða gott úrval af fjölnota ferðamálum til sölu ásamt því að frír drykkur fylgir hverju keyptu máli. Árangurinn mælum við með því að skoða reglulega hlutfall seldra drykkja í pappamálum og hlutfall þeirra sem nýta sér afsláttinn með því að koma með eigið fjölnota ferðamál.

Kaffið okkar

Ástríða fyrir góðu kaffi er grunnurinn að öllu sem við gerum. Við kaupum meirihlutan af kaffibaununum beint af bónda, bændurnir okkar hafa allir sömu ástríðu og við fyrir góðu kaffi og hafa mikinn metnað í að rækta eins góðar kaffibaunir og hægt er.

Morgundögg
Morgundögg

Morgundögg

1.660 kr

Kvöldroði
Kvöldroði

Kvöldroði

1.730 kr

Expressó
Expressó

Expressó

1.880 kr

Expressó húsblanda
Expressó húsblanda

Expressó húsblanda

Frá 1.720 kr

Pumpkin Spice Pakki 1
Pumpkin Spice Pakki 1

Pumpkin Spice Pakki 1

5.704 kr

Pumpkin Spice pakki 2
Pumpkin Spice pakki 2

Pumpkin Spice pakki 2

14.488 kr

Expressó Krakatá
Expressó Krakatá

Expressó Krakatá

Frá 1.750 kr

Mokkatár
Mokkatár

Mokkatár

4.820 kr

Selebes Raja Toraja
Selebes Raja Toraja

Selebes Raja Toraja

1.720 kr

Brasilía Sweet Collection
Brasilía Sweet Collection

Brasilía Sweet Collection

2.640 kr

Brasilía Lífræn
Brasilía Lífræn

Brasilía Lífræn

2.210 kr

Gvatemala
Gvatemala

Gvatemala

1.840 kr

Kenía
Kenía

Kenía

3.050 kr

Kólumbía
Kólumbía

Kólumbía

1.340 kr

Koffeinlaust
Koffeinlaust

Koffeinlaust

1.680 kr

Brasilía Sunrise
Brasilía Sunrise

Brasilía Sunrise

1.590 kr

Vínarvals
Vínarvals

Vínarvals

3.620 kr

Súkkulaði og möndlu bragðbætt
Súkkulaði og möndlu bragðbætt

Súkkulaði og möndlu bragðbætt

1.590 kr

Karamellu kaffi bragðbætt
Karamellu kaffi bragðbætt

Karamellu kaffi bragðbætt

1.590 kr

KAFFIHÚSIN OKKAR

Höfðatorgi

Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir

Opnunartími:

Mán - fös: 7:30 -16:00
Laugardagar 10:00 - 16:00
Sunnudagar Lokað

Sími:

669 8250

Staðsetning:

Borgartúni 10-12

Kringlunni

Verslunarstjóri: Phatthariya Amira

Opnunartími:

Mán - fös: 9:30 - 18:30,
Lau: 10:30 - 18:00,
Sun: 11:30- 17:00

Sími:

669 8251

Staðsetning:

Kringlunni 8-12 (hjá Hagkaup)

Háskólanum í Reykjavík

Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir

Opnunartími:


Mán - fös: 08:00-15:00
Lokað um helgar

Sími:

669 8253

Staðsetning:

Menntavegi 1

Bændurnir okkar

Frá býli í bolla

Allt okkar kaffi frá Níkaragúa, Brasilíu og Gvatemala er keypt beint frá býli og við vinnum stöðugt í að fjölga bændum sem við getum átt bein viðskipti við til að tryggja gagnsæi og gæði auk þess að geta stutt kaffi bændur um allan heim. Frá
2006 hefur hlutfall hrábauna okkar sem við kaupum beint frá býli aukist frá 31% í tæplega 90% í dag. Það kaffi sem við kaupum ekki beint kaupum við af „green coffee buyers“ sem eru í góðum tengslum við bændur í sínu landi. Til dæmis er mikið um að bændur séu með samvinnufélög í Afríku, sem selja beint til „green coffee buyers“ og í Indonesíu eru aðstæður því miður þannig að nánast er ógerningur að kaupa beint af bændum.

Ricardo Rosales

Nikaragúa Cortes

Jesus Maria er í eigu Ricardo Rosales og fjölskyldu. Þau keyptu búgarðinn 1990, en þá var hann í algjörri niðurníðslu eftir áralanga vanrækslu. Borgarstyrjöldin frá 1978 -1990 hafði þar áhrif.

Búgarðurinn er í 1035 m hæð yfir sjávarmáli. Allt rafmagn er framleitt á jörðinni með díselvélum, sem knýja vothreinsistöðina, ásamt því að skaffa rafmagn til þeirra sem búa á jörðinni. Landið er 650 hektarar þar af 300 fyrir kaffiræktun og 40 hektarar fyrir mannvirki, byggingar og vegi. Regnskógurinn er 140 hektarar.

Luis Pascoal

Daterra

Luis Pascoal fylgir ástríðum sínum í starfi Daterra, þær eru gæði og sjálfbærni.

Tækni, rannsóknir og athygli á umhverfinu í kaffiræktun hefur orðið til þess að Daterra er þekkt fyrir að vera einn besti kaffiframleiðandi í heiminum. Kaffiblöndur Daterra hafa verið valdar af kaffibarþjónum um allan heim til þess að nota m.a í kaffibarþjónakeppnum. Daterra var fyrsti sjálfbæri kaffibúgarðurinn. Árið 1999 náði búgarðurinn ISO 14001 vottun og Rainforest Alliance vottun 2003, fyrstur kaffibúgarða í Brasilíu.

skoða Heimasíðu

Kaffiklúbbur Kaffitárs

Markmið klúbbsins er að bjóða það nýjasta og besta sem er að gerast í kaffiheiminum og til að vekja athygli á þeim bændum sem vinna eftirtektarvert starf í kaffiræktun.

Efst á baugi

KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í JÚNÍ
KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í JÚNÍ

Striped Red Búgarðurinn hans Juan Martin er í Cauca í Kólumbíu. Meðal annarra yrkja ræktar Juan, Striped Red, eða Rauðröndótt, yrki sem fannst ekki fyrir svo löngu og hefur vakið athygli. Það er unnið og sel...

Nánar
KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í MAÍ
KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í MAÍ

SÚMATRA PANTAN MUSARA Pantan Musara kemur frá lítilli vinnslustöð í Takengonhéraði í Ache, sem er helsta kaffiræktunarhérað Súmötru. Vinnslustöðin þjónar bændum á svæðinu sem fyrir nokkrum árum urðu fyrir ná...

Nánar
KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í MARS
KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í MARS

Kólumbía El Ranchito Café Imports flytur inn kaffi frá helstu kaffiræktunarlöndum heims. Þau standa fyrir samtali kaffikaupenda og kaffiræktenda. Þau sem kaupa kaffi ferðast til kaffihéraða, smakka kaffið f...

Nánar

ÁSTRÍÐA + SÉRFRÆÐIÞEKKING + ALÚÐ + FJÖLMENNING

Ka­ffitár er íslensk kaff­brennsla og rekur sex kaff­hús. Gildin okkar, ástríða, sérfræðiþekking, alúð og fjölmenning eru drifkraftur okkar. Brennslumeistarar okkar velja kaffi­ð af kostgæfni með virðingu fyrir sérstöðu hverrar tegundar og ræktunarlands. Okkur er umhugað um velferð kaffibóndans og umhverfisins og því skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfissáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum. Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffi­húsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið "Kuðungurinn", umhverfissviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.