FÁÐU KAFFITÁR HEIM AÐ DYRUM
Við sendum um land allt en einnig er hægt að sækja til okkar í Kaffitár Höfðatorgi
Sumardrykkirnir okkar

Rabbabara-Rúna
Sumarlegt rabbabara og sítrónu íste með sítrónusneið.
Melónuminta
Frískandi mintu og vatnsmelónu íste með hindberjasírópi og límónusneið.
Sólarexpressó
Tvöfaldur expressó á klaka með ferskum appelsínusafa.
Vanilludraumur
Svalur Latte á klaka með vanillusírópi, toppaður með vanillurjóma.
Svansvottuð kaffihús
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem hjálpar neytendum að velja vörur og þjónustu sem er vistvænni en annað sambærilegt á markaðinum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi og þjónusta kaffihúsa Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Í samstarfi við viðskiptavini okkar höfum við m.a. unnið markvisst að því að minnka notkun einnota pappamála undir kaffidrykki og nota þess í stað fjölnota ferðamál.

Kaffið okkar
Ástríða fyrir góðu kaffi er grunnurinn að öllu sem við gerum. Við kaupum meirihlutan af kaffibaununum beint af bónda, bændurnir okkar hafa allir sömu ástríðu og við fyrir góðu kaffi og hafa mikinn metnað í að rækta eins góðar kaffibaunir og hægt er.
KAFFIHÚSIN OKKAR

Höfðatorgi
Verslunarstjóri: Kristín Biering
Opnunartími:
Mán - fös: 7:30 -16:30
Lokað um helgar
Sími:
Staðsetning:

Stórhöfða
Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir
Opnunartími:
Mán - fös: 8:00 -17:00
Lau - sun: 9:00 -16:00
Sími:
Staðsetning:

Bankastræti
Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir
Opnunartími:
Mán - fös: 7:00 -16:00
Lau - sun: 7:00 - 16:00
Sími:
Staðsetning:

Kringlunni
Verslunarstjóri: Phatthariya Amira
Opnunartími:
Mán - fös: 9:30 - 18:30,
Lau: 10:30 - 18:00, Sun: 11:30- 17:00
Sími:
Staðsetning:

Nýbýlavegi
Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir
Opnunartími:
Mán - fös: 8:00 - 16:00
Lau - sun: 9:00- 16:00
Sími:
Staðsetning:

Háskólanum í Reykjavík
Verslunarstjóri: Guðdís Eiríksdóttir
Opnunartími:
Mán - fös: 8:00 -15:00
Lokað um helgar
Sími:
Staðsetning:
Bændurnir okkar
Frá býli í bolla
Við vinnum stöðugt í að fjölga bændum sem við getum átt bein viðskipti við til að tryggja sem mest gagnsæi og gæði auk þess að geta stutt kaffi bændur um allan heim.
Frá 2006 hefur hlutfall hrábauna okkar sem við kaupum án krókaleiða aukist frá 31% af öllu innkeyptu kaffi í tæplega 90%.
Það kaffi sem við kaupum ekki beint kaupum við af svokölluðum „green coffee buyers“ sem eru í góðum tengslum við bændur í sínu landi. Í sumum löndum Indonesíu eru aðstæður þannig að nánast er ógerningur (ekki er hægt eða erfiðara er) að kaupa beint af bændum. Í Afríku er mikið um að bændur séu með samvinnufélög, sem selja beint til „green coffee buyers“.
Ricardo Rosales
Nikaragúa Cortes
Jesus Maria er í eigu Ricardo Rosales og fjölskyldu. Þau keyptu búgarðinn 1990, en þá var hann í algjörri niðurníðslu eftir áralanga vanrækslu. Borgarstyrjöldin frá 1978 -1990 hafði þar áhrif.
Búgarðurinn er í 1035 m hæð yfir sjávarmáli. Allt rafmagn er framleitt á jörðinni með díselvélum, sem knýja vothreinsistöðina, ásamt því að skaffa rafmagn til þeirra sem búa á jörðinni. Hann er 650 hektarar þar af 300 fyrir kaffiræktun og 40 hektarar fyrir mannvirki, byggingar og vegi. Regnskógurinn er 140 hektarar.
Luis Pascoal
Daterra
Luis Pascoal fylgir ástríðum sínum í starfi Daterra, þær eru gæði og sjálfbærni.
Tækni, rannsóknir og athygli á umhverfinu í kaffiræktun hefur orðið til þess að Daterra er þekkt fyrir að vera einn besti kaffiframleiðandi í heiminum. Kaffiblöndur Datrerra hafa verið valdar af kaffibarþjónum um allan heim til þess að m.a nota í kaffibarþjónakeppnum. Daterra var fyrsti sjálfbæri kaffibúgarðurinn. Árið 1999 náði búgarðurinn ISO 14001 vottun og Rainforest Alliance vottun 2003, fyrst kaffibúgarða í Brasilíu.

Kaffiklúbbur Kaffitárs
Markmið klúbbsins er að bjóða það nýjasta og besta sem er að gerast í kaffiheiminum og til að vekja athygli á þeim bændum sem vinna eftirtektarvert starf í kaffiræktun.
Efst á baugi

Kæri félagi, Skildi sumarið vera að koma til okkar? Já, er það ekki bara. Alla vega er Sumarkaffið 2022 að líta dagsins ljós. Bjart og ávaxtaríkt kaffi með mjúkum súkkulaðiundirtón. Kaffi sem er got...
Nánar
Kæri félagiÞó enn sé snjór um land allt erum við í Kaffitári að huga að páskakaffinu. Páskar um miðjan apríl sem vonandi koma með rólyndisveðri og björtum dögum. Við höldum uppteknum hætti og gerum kaffiblön...
Nánar
Prótea Kaffiblanda frá Brasilíu og Búrúndí Daterrabúgarðurinn er í Cerradofylki í Brasilíu. Cerrado er eitt mikilvægasta, suðræna graslendissvæði heims „savanna“. Þar er fjölbreytileiki plantna og...
NánarÁSTRÍÐA + SÉRFRÆÐIÞEKKING + ALÚÐ + FJÖLMENNING

Kaffitár er íslensk kaffbrennsla og rekur sex kaffhús. Gildin okkar, ástríða, sérfræðiþekking, alúð og fjölmenning eru drifkraftur okkar. Brennslumeistarar okkar velja kaffið af kostgæfni með virðingu fyrir sérstöðu hverrar tegundar og ræktunarlands. Okkur er umhugað um velferð kaffibóndans og umhverfisins og því skiptum beint við bændur sem deila með okkur umhverfissáherslum, samfélagslegri ábyrgð og ástríðu fyrir gæðum. Við hlúum að umhverfismálum í hverju skrefi. Kaffihúsin okkar eru vottuð með Svansvottun og hafa hlotið "Kuðungurinn", umhverfissviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.