Um bændurna

Frá býli í bolla

Allt okkar kaffi frá Níkaragúa, Brasilíu og Gvatemala er keypt beint frá býli og við vinnum stöðugt í að fjölga bændum sem við getum átt bein viðskipti við til að tryggja gagnsæi og gæði auk þess að geta stutt kaffi bændur um allan heim. Frá 2006 hefur hlutfall hrábauna okkar sem við kaupum beint frá býli aukist frá 31% í tæplega 90% í dag. Það kaffi sem við kaupum ekki beint kaupum við af „green coffee buyers“ sem eru í góðum tengslum við bændur í sínu landi. Til dæmis er mikið um að bændur séu með samvinnufélög í Afríku, sem selja beint til „green coffee buyers“ og í Indonesíu eru aðstæður því miður þannig að nánast er ógerningur að kaupa beint af bændum.

Ricardo Rosales

Nikaragúa Cortes

Jesus Maria er í eigu Ricardo Rosales og fjölskyldu. Þau keyptu búgarðinn 1990, en þá var hann í algjörri niðurníðslu eftir áralanga vanrækslu. Borgarstyrjöldin frá 1978 -1990 hafði þar áhrif.
Búgarðurinn er í 1035 m hæð yfir sjávarmáli. Allt rafmagn er framleitt á jörðinni með díselvélum, sem knýja vothreinsistöðina, ásamt því að skaffa rafmagn til þeirra sem búa á jörðinni. Landið er 650 hektarar þar af 300 fyrir kaffiræktun og 40 hektarar fyrir mannvirki, byggingar og vegi. Regnskógurinn er 140 hektarar.

Luis Pascoal

Daterra

Luis Pascoal fylgir ástríðum sínum í starfi Daterra, þær eru gæði og sjálfbærni.
Tækni, rannsóknir og athygli á umhverfinu í kaffiræktun hefur orðið til þess að Daterra er þekkt fyrir að vera einn besti kaffiframleiðandi í heiminum. Kaffiblöndur Daterra hafa verið valdar af kaffibarþjónum um allan heim til þess að nota m.a í kaffibarþjónakeppnum. Daterra var fyrsti sjálfbæri kaffibúgarðurinn. Árið 1999 náði búgarðurinn ISO 14001 vottun og Rainforest Alliance vottun 2003, fyrstur kaffibúgarða í Brasilíu.

http://www.daterracoffee.com.br/#/ids-home