Hátíðakaffi 250 gr

Hátíðakaffi 250 gr

1.590 kr

 

 

Hátiðakaffi 2022

Hátíðakaffið í ár kemur frá Huila í Kólumbíu.

Kaffið er tært með góðri fyllingu. Ávöxturinn minnir á kirsuber og plómur. Eftirbragð af hnetu og kryddi. Kaffi sem er veisluvænt og gott bæði svart og með mjólk.

Það er brennt í Vínarbrennslu og því hentar það vel eftir mat og einnig með kökum og sætabrauði. Kaffi sem öllum ætti að líka vel sem er einmitt málið þegar velja á kaffi í veislu eða fyrir hóp fólks.

Hentar vel í allar tegundir uppáhellingar og sem expressó er það aðeins ávaxtaríkt en þó með góðum krydduðum undirtón.

 

Býli. San Augustin, Huila Kólumbía árið 2022.

Yrki. Castillo, Caturra og  Typica.