Hátíðakaffi 250 gr
1.670 kr
Hátiðakaffi 2023
Hátíðakaffið í ár kemur frá Perú
Angan af kaffinu minnir á púðursykur og vanillu. Í bragði má finna dökkt súkkulaði og brennda sykurpúða Ávöxturinn minnir á hindber og eftirbragð af appelsínuberki. Kaffi sem er veisluvænt og gott bæði svart og með mjólk.
Hentar vel í allar tegundir uppáhellingar og sem expressó er það aðeins ávaxtaríkt en þó með góðum súkkulaði undirtón.
Kaffið kemur frá u.þ.b 50 smábændum í héraðinu Jaen í Andesfjöllum, bændur þessir búa í hlíðum fjallsins stóra eða Monte Grande. 1600 til 1800 metra yfir sjávarmáli.
Kaffið er þvegið og sólþurrkað á þurrkborðum undir skýli.
Yrkin eru 3, Caturra, Pache og Catuaí