Kaffiklúbbur Kaffitárs í apríl

Kaffiklúbbur Kaffitárs í apríl

Það er víðar en á Íslandi sem kraftar jarðar minna á sig. Fuego, þekktasta eldfjall Gvatemala byrjaði að gjósa í byrjun mars og gýs enn. gufur og aska er það sem fólk sér, en hraunrennsli er ekki mikið. Ekki langt frá Fuego eru kaffiræktunarlönd sem njóta góðs af öskunni svo framarlega sem hún verður ekki mjög mikil.

La Cometakaffið er ræktað skammt frá Fuego go þaðan sést vel hvernig gufustrókurinn kemur uppúr keilulaga fjallinu. Kaffið er sérdeilis gott. Tært og mikið með kirsuberjaávexti. Mjólkursúkkulaði og núggat þekur bragðlaukana. Eftirbragið er langt og gott. Hentar í applar tegundir uppáhellingar og frábært eitt og sér.

Frá Huila í Kólumbíu kemur annað frábært kaffi, La Estrella del Ostro eða Stjarnan í Ostro. Bragðið er sambland af karamellu og ávöxtum. Minnir á kíví. Bjart og skínandi kaffi sem er frábært eitt og sér og eins með góðum kökum.

PAKKARNIR TVEIR ERU ÁÆTLAÐIR Í PÓST ÞANN 21. APRÍL OG VERÐA TILBÚNIR TIL AFHENDINGAR Á KAFFIHÚSUM OKKAR 23. APRÍL.

Verðið á sendingunni er 2.600 rk. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.