KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í JÚNÍ
Striped Red
Búgarðurinn hans Juan Martin er í Cauca í Kólumbíu. Meðal annarra yrkja ræktar Juan, Striped Red, eða Rauðröndótt, yrki sem fannst ekki fyrir svo löngu og hefur vakið athygli. Það er unnið og selt sérstaklega og hér fáum við að smakka það. Sæta er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar kaffið er smakkað, síðan þægilegt kirsuberjabragð með ögn af eplaediki og hunangi. Kaffi sem minnir á konfektmola. Nýtur sín vel í venjulegri uppáhellingu og eins sem kalt kaffi.
Daterrra Full Bloom
Ein af þessum tegundum frá Daterra sem þau rækta vegna bragðeiginleikanna. Kaffið er unnið eftir Naturalaðferð, þ.e. berið er látið þorna á baununum og síðan tekið af þegar berið er orðið eins og rúsína. Mjúkt og mikið kaffi. Ávöxturinn er þarna en ekki fyrirferðarmikill, frekar rúsínur og vanilla ásamt súkkulaðieftirbragði. Smellpassar í expressó þar sem mýktin ræður ríkjum. Í uppáhellingu nýtur fyllingin sín einnig vel ásamt mildum ávexti.
Þar sem klúbburinn fer í sumarfrí í júlí er um að gera að panta tvöfaldan skammt af kaffinu eða bæta einhverjum öðrum tegundum við í pakkann svo nóg kaffi sé til á bænum þar til seinnipartinn í ágúst.
PAKKARNIR TVEIR ERU ÁÆTLAÐIR Í PÓST ÞANN 21. JÚNÍ OG VERÐA TILBÚNIR TIL AFHENDINGAR Á KAFFIHÚSUM OKKAR FÖSTUDAGINN 23. JÚNÍ.
Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.