KAFFIKLÚBBUR KAFFITÁRS Í MARS
Kólumbía
El Ranchito
Café Imports flytur inn kaffi frá helstu kaffiræktunarlöndum heims. Þau standa fyrir samtali kaffikaupenda og kaffiræktenda. Þau sem kaupa kaffi ferðast til kaffihéraða, smakka kaffið frá bændunum og gefa þeim einkunn og umsögn um kaffið og bragð þess.
Á liðnu ári var þetta samtal sem þau kalla “Best Cup” haldið í Kólumbíu.
Best Cup kaffi nr.11 kom frá Liliana Gembuel Paja sem á tvo hektara lands ásamt manni sínum í Cauca héraði í Suðvestur-Kólumbíu. Þau búa í bænum Jambalo, þau rækta kaffi en einnig eru þau virk í samfélaginu.
Landið sem Liliana fékk í arf frá móur sinni kalla þau El Ranchito – Litli búgarðurinn. Móðir Liliana býr á búgarðinum ásamt yngri bróðir Liliana. Þau hafa ræktað kaffi í rúm 12 ár og á hverju ári fetað sig nær því að geta ræktað kaffi fyrir “Specialty” markaðinn.
Í fimm ár hafa þau selt kaffið sitt undir sínu nafni og getið sér gott orð. Þau segja að veðrið sé ræktuninni hagstætt og samfélagið sé tilbúið að breyta frá fyrri ólöglegri ræktun yfir í kaffi sem þau eru stolt af. Komandi kynslóðir munu njóta góðs af.
Yfir uppskerutímabilið ráða þau 20 manns frá Jambalo í vinnu við tínslu. Kaffið er látið gerjast í tönkum yfir nótt og þá þvegið, flokkað og þurrkað undir þaki til að verja það gegn næturdögg og regni.
Yrkið er Castillo sem hefur verið plantað víða í Kólumbíu frá 2005.
Kaffið er tært og ljúffengt með sætri mýkt en einnig ákveðnum, skörpum ávexti eins og greipaldini. Gott að drekka svart í venjulegri uppáhellingu með kökum eða sætum bita eða súkkulaðipáskaeggi.
Rúanda
Woman Coffee Extension
Kamoylhérað í Suður-Rúanda er mikið kaffiræktunarhérað. Þar er vinnslustöðin Mbizi sem stofnuð var af Woman Coffee Extension – WCE, samvinnufélagi fyrir konur sem rækta kaffi.
WCE var stofnað árið 2017 af Aline Christine og Odette Uwamariya. Aline og Odette stofnuðu WCE til að skapa rými og rödd fyrir kvenkyns kaffiframleiðendur í Rúanda. Stofnmeðlimir WCE voru 350 konur. Í dag eru þær yfir 700.
WCE leggur áherslu á að fræða og styrkja konur. Þau/þær eru stolt af að bjóða upp á ýmsa þjónustu, þar á meðal fræðslu um góða landbúnaðarhætti, námskeið í heilsurækt og næringu og fjölskylduáælanir. Þessi fræðsla er vel þegin af konunum og einnig hvetur hún líka yngri konur sem vilja framleiða kaffi að taka þátt.
WCE eru nú að vinna að Rainforest Alliance Certification /regnskógavottun til að hafa möguleika á að fá hærra verð fyrir kaffið sitt. Að auki hafa þær markmið um að útvega kýr til allra félagskvenna sinna og standa straum af sjúkratryggingum fyrir meiri hluta kvennanna. Þær ætla einnig að byggja saumastofu og leikskóla á svæðinu.
Konurnar frá The Women's Coffee Extension segja að það sé þeim mikilvægt og þær séu stoltar að kaffi þeirra sé selt á alþjóðlegum kaffimarkaði.
Woman coffee Extension er lífrænt ræktað og í vinnslunni er það þvegið og þurrkað. Kaffið hefur jafnvægi í bragði, það er með ávexti en einnig sætt með smá kakótónum. Í eftirbragði má finna krydd, malt og jafnvel grænt te.
Gott í allar tegundir uppáhellingar og einnig sem expressóskot.
Á kaffihúsum Kaffitárs er hægt að nálgast meira af Woman Extension kaffi en það er einmitt Páskakaffið okkar í ár.
Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.