Kaffiklúbbur Kaffitárs í desember

Kaffiklúbbur Kaffitárs í desember

Búrúndí Inzahabu Mukingiro

Búrúndí liggur að landamærum annarra þekktra kaffilanda, Tansaníu og Rúanda. Líkt og nágrannarnir er kaffiræktunin Í höndum þúsunda smábænda sem selja kaffið sitt í gegnum samvinnufélag.

Butihinda er vinnslustöð, nyrst í landinu. Stöðin tekur á móti og vinnur kaffi frá 2.500 til 3.500 kaffibændum. Vatn til vinnslunnar kemur úr fjöllunum Masaka og Ngara. Það er álitið að þarna séu gullnámur og Inzahbu þýðir Gullkaffi á Bantu tungumáli heimamanna.

Á kaffisekknum sem kaffið kom í er saumað fallegt fiðrildi. Fiðrildið er hannað og saumað af félaginu Espoir (Von), hópi ungra stúlkna og kvenna með fötlun. Félagið, undir formennsku frú Bernadette Nzokira, leitast við að efla og þróa hæfileika meðlima sinna með margvíslegri starfsemi eins og saumaskap.

Kaffi fyrir ljúfar stundir um jólin. Mjúkt og mikið kaffi með kakótónum. Rúsínur, hunang og karamella.

Hentar í allar tegundir uppáhellingar. Sem expressó verður bollinn bjartur og mjúkur í senn.

Vinnslustöð: Butihinda, á milli 2500 og 3500 kaffibændur rækta kaffið

Vinnsluaðferð: Þvegið kaffi, 14 klst gerjun í vatni

Þurrkunaraðferð: Sólþurrkað á þurrkborðum og á stétt

Yrki: Bourbon

Hæð: 1.720 metrar yfir sjávarmáli

Úrkoma í mm/ári: 1500 til 1800 mm

Árs meðalhiti: 20°C

Uppskerutímabil: Mars til júlí

 

Kenía Kamwea

Í héraðinu Nyeri er vinnslustöðin Kamwea. Bændur í nágrenninu rækta aðallega SL 28 yrkið sem er eitt af 5 höfuðyrkjum í Kenía. Kaffið er þvegið og sólþurrkað í Kamwea. Kenía Kamwea er mikið kaffi með kryddaðri sætu. Brómber og langt eftirbragð. Mjög gott í uppáhellingu með sætum eftirréttum.

“Heri ya Krismasi” – Gleðileg jól á swahili tungumáli

Kenía búar eru margir kristnir og jólin er mikil trúar- fjölskyldu- og matarhátíð eins og hjá okkur. Á aðfangadagskvöld kemur fólk saman í kirkjum landsins, sem hafa verið skreyttar með blöðrum, borðum og blómum ásamt jólatré. Þar eru haldnar “Kesha” eða vökur, fólk syngur jólalög og hlustar á boðskap jólanna. Í borgum er algent að fólk fari hús úr húsi og syngi fyrir heimilsfólkið og fær að launum penging sem það gefur kirkjunni sinni.

Jólamaturinn kallar á að kveikt sé á grillinu og það látið loga allan daginn. Fjölskyldumeðlimir koma oft langt að til að hittast og nágrannar kíkja í heimsókn til að gæða sér á góðgætinu. Geitakjöt er í miklu uppáhaldi en einnig er grillað nautakjöt og kjúklingur. Flatbrauð sem kallað er chapati er bakað og kaka er í eftirrétt.

Jólasveinninn er kallaður Father Christmas og er hann líkur vestrænum jólasveinum. Hann er kátur og skemmtilegur karl sem kemur ásamt álfunum sínum og færir krökkum gjafir.


Njótið vel og gleðilega hátíð, Aðalheiður