Kaffiklúbbur Kaffitárs í mars
Lífrænt kaffi hefur ekki verið mjög áberandi í úrvali Kaffitárs en ratar þó stundum inn á borð til okkar. Peru Kuelap kaffið er lífrænt ræktað og eins hefur það Fairtrade vottun. En við keyptum það bragðsins vegna. Það er mjúkt og ljúffengt með rjómakenndri fyllingu. Ávöxturinn og sætan minna á sólber. Það er gaman að geta boðið uppá kaffi frá Perú sem er ræktað í Amason héraði rúmlega 1500 metrum yfir sjávarmáli. Kaffið hentar vel í allar tegundir uppáhellingar.
Kólubía Huila er klassískt kaffi. Í huila snýst lífið um kaffi. Þúsundir smábænda rækta kaffið sitt í snarbröttum hlíðum Andeanfjallagarsins. Húsin eru byggð uppá toppi fjallana og þar eru kaffiberin oftast sólþurrkuð áður en þau eru send í vinnslustöðina. Huila frá Felipe vini okkar er tært og meðalfyllt kaffi. Mildur hnetukeimur, plóumur og karamella í eftirbragði. Gott í uppáhellingu og pressukönnu.
Pakkarnir tveir eru áætlaðir í póst þann 17. mars og verða tilbúnir til afhendingar á Kaffihúsum okkar 19. mars.
Kólubía Huila er klassískt kaffi. Í huila snýst lífið um kaffi. Þúsundir smábænda rækta kaffið sitt í snarbröttum hlíðum Andeanfjallagarsins. Húsin eru byggð uppá toppi fjallana og þar eru kaffiberin oftast sólþurrkuð áður en þau eru send í vinnslustöðina. Huila frá Felipe vini okkar er tært og meðalfyllt kaffi. Mildur hnetukeimur, plóumur og karamella í eftirbragði. Gott í uppáhellingu og pressukönnu.
Pakkarnir tveir eru áætlaðir í póst þann 17. mars og verða tilbúnir til afhendingar á Kaffihúsum okkar 19. mars.