Kaffiklúbbur Kaffitárs í apríl

Kaffiklúbbur Kaffitárs í apríl

Kæri félagi,

Skildi sumarið vera að koma til okkar? Já, er það ekki bara.

Alla vega er Sumarkaffið 2022 að líta dagsins ljós. Bjart og ávaxtaríkt kaffi með mjúkum súkkulaðiundirtón. Kaffi sem er gott kalt og heitt, með morgunmatnum, á pallinum eða bara þegar mann vantar smá koffein í kroppinn.

Kaffið er blanda af kaffi frá Mexíkó og El Salvador Natural kaffi. Skemmtileg eins og þetta langþráða sumar verður.

Kenía Top Kiri er bjart og sérdeilis gott kaffi. Það hefur góða fyllingu og langa bragðendingu. Svolítið spari eins og Kenía er jafnan.

Top Kiri kemur frá mörgum smábændum í Kirinyaga héraði. Kaffið er ræktað í 1450 metra hæð og eru baunirnar harðar og stútfullar af bragði. Límóna, aprikósa og vanilla, já takk.

Top Kiri er gott í uppáhellingu og pressukönnu. Nammibolli.

PAKKARNIR TVEIR ERU ÁÆTLAÐIR Í PÓST ÞANN 20. APRÍL OG VERÐA TILBÚNIR TIL AFHENDINGAR Á KAFFIHÚSUM OKKAR FÖSTUDAGINN 22. APRÍL.

Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.

SKRÁ MIG Í KAFFIKLÚBB KAFFITÁRS