Kaffiklúbbur Kaffitárs í desember
Hátíðakaffi 2022
Hátíðakaffið í ár kemur frá Huila í Kólumbíu. Kólumbía býr við þau góðu skilyrði frá nátturunnar hendi og stærð landsins að þar er kaffiuppkera einhvers staðar í landinu, allt árið. Því er hægt að fá nýja uppskeru af Kólumbíukaffi síðla sumars.
San Augustin kaffið kemur frá nokkrum bændum sem selja kaffið sitt saman. Yrkin eru Castillo, Caturra og Typica. Castillo var plantað vítt og breitt um Kólumbíu árið 2014, eftir að ryðsýking eyðilagði hátt í 30% af uppskerunni. Castillo bragðast líkt og Caturra en er töluvert harðgerðara og þolir veðurbreytingar og kaffisjúkdóma betur.
Hátíðakaffið í ár er tært með góðri fyllingu. Ávöxturinn minnir á kirsuber og plómur. Eftirbragð af hnetu og kryddi. Kaffi sem er veisluvænt og gott bæði svart og með mjólk. Það er brennt í Vínarbrennslu og því hentar það vel eftir mat og einnig með kökum og sætabrauði. Kaffi sem öllum ætti að líka vel sem er einmitt málið þegar velja á kaffi í veislu eða fyrir hóp fólks.
Hátíðakaffi 2022
Níkaragúa
Finca San Miguel
Nicolas Antonio Blandino Herrera fékk 1,4 hektara lands eftir að faðir hans féll frá 2005. Inná milli Pinabetefjallanna í Nueva Segoviahéraði í Níkaragúa liggur landið. Það eru ekki almennilegir vegir að landinu og því erfitt með aðföng til og frá, en þar sem landslag og verðurfar er einstakt hentar það vel til kaffiræktunar.
Kaffið er ræktað inná milli grenitrjáa, appelsínutrjáa og Guvaatrjáa sem skýla kaffitrjánum fyrir brennheitri sólinni. Nicolas vinnur kaffið með nokkrum mismunandi aðferðum og hér fáum við Honey vinnsluaðferðina. Kaffiberið er tekið af baununum og hluti af slímugu húðinni sem umlykur kaffibaunirnar er skilið eftir. Strax eftir það eru baunirnar þurrkaðar og ekkert vatn notað til að þvo baunirnar. Nicolas þurrkar á þurrkborðum sem gefur jafna þurrkun.
San Miguel er reglulega sætt, blómlegt og fágað. Í bragði má finna jasmin, hnetu og hunang. Kaffi í góðu jafnvægi og með miðlungs fyllingu. Gott eitt og sér og eins með smáköku eða sætum bita.
Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.