Kaffiklúbbur Kaffitárs í janúar

Kaffiklúbbur Kaffitárs í janúar

Gleðilegt nýtt ár kæri kaffiunnandi

Í janúar bjóðum við uppá lífrænt ræktað kaffi frá Perú. Kaffið kemur frá Cajamarka og er sætt og mjúkt með ávexti sem minnir á dökk vínber. Eftirbragð af karamellu með miðlungs fyllingu. Hentar í allar tegundir uppáhellingar.

Gilmer Meja, bóndi í Cajamarka héraði í norður Perú sem. Svvæðið tilheyrir frumskóginum meðfram Amasónánni.

Býlið er á fallegu landsvæði sem heitir Finca Ecologica Agua Colorada.

 

Nokkuð langt er síðan við buðum uppá Sweet Collection frá Daterra í Brasilíu hér í klúbbnum. Sweet Collection er hluti af föstu framboði hjá Kaffitári. Ár hvert er kaffið aðeins breytilegt í bragði og fyllingu. Uppskera 2022 sem kom til okkar í haust hefur etv aðeins minni fyllingu en áður. Bragð af karamellu og kryddi en einnig smá vanilla og ávöxturinn er mjúkur og því segjum við að hann minni á ferskjur. Kaffi sem á sér dygga aðdáendur og sem við mælum heils hugar með. Sweet Collection er gott í allar tegundir uppáhellingar, hvort sem það er í expressóvél eða bara gamla góða uppáhellingin og allt þar á milli.

Í haust þegar við vorum að leita af góðu koffeinlausu kaffi fengum við prufu af Kólumbíu kaffi frá Huila sem var búið að taka koffeinið úr. Kaffið er tært á bragðið með mýkt og góðri fyllingu. Okkur langar að láta sýnishorn af þessu frábæra kaffi fljóta með í pakkanum í janúar. Mjög margir hafa fordóma fyrir koffeinlausu kaffi og halda að það sé verra en annað kaffi. Við viljum afsanna það. Koffeinlaust kaffi er algjör snilld ef maður er viðkvæmur fyrir koffeini síðla dags.

PAKKARNIR TVEIR ERU ÁÆTLAÐIR Í PÓST ÞANN 18. JANÚAR OG VERÐA TILBÚNIR TIL AFHENDINGAR Á KAFFIHÚSUM OKKAR FÖSTUDAGINN 20. JANÚAR.

Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.

SKRÁ MIG Í KAFFIKLÚBB KAFFITÁRS