Kaffiklúbbur Kaffitárs í nóvember
Góðan og blessaðan daginn.
Nicolas Antonio Blandino Herrera á 1,4 hektara lands inná milli fjalla í Nueva Segoviahéraði í Níkaragúa. San Miguel kallar hann landið sitt. Engir vegir eru að landinu og því mjög erfitt að koma aðföngum og kaffiberjum til og frá.
Nicolas vinnur kaffið á ýmsa vegu og hér fáum við kaffi sem er unnið með hunangsaðferðinni. Kaffið er reglulega sætt og blómlegt. Í bragði má finna jasmin, hnetu og hunang. Kaffi í góðu jafnvægi og með miðlungs fyllingu. Gott eitt og sér og eins með smáköku eða sætum bita.
Hátíðakaffið í ár kemur frá Huila í Kólumbíu. San Augustin hefur verið í uppáhaldi hjá undirritaðri frá fyrsta sopa sem var einhvern tíma seint á síðustu öld. Tært með góðri fyllingu. Ávöxturinn er kirsuber og plómur. Eftirbragð af hnetu og kryddi. Kaffi sem er veisluvænt og gott bæði svart og með mjólk. Það er brennt í Vínarbrennslu og því hentar það í allar tegundir uppáhellingar, bæði með kökum og eins eftir mat. Hátíðakaffi, sannarlega.
Kveðja úr kaffibrennslu Kaffitárs.
Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.