Kaffiklúbbur Kaffitárs í september

Kaffiklúbbur Kaffitárs í september

El Salvador

Finca Las Robles

Pacamara stórar og bústnar baunir, fullar af sætum ávexti og góðri fyllingu. Möndlur, kakó og svart te. Hlýjar og vermir þegar vindurinn blæs úti.

José Roberto Deraz hefur ræktað kaffi frá árinu 2009. Honum voru gefnar 500 kaffplöntur og spurði hann föður sinn hvernig ætti að rækta gott kaffi og sinna ræktuninni.

Nú ræktar hann kaffi á rúmlega hektara af landi. Jörðina sína kallar hann Las Robles eða Eikartrén. Kaffið er þvegið og þurrkað á þurrkborðum í ca 12-25 daga. Kaffið hans Roberto flokkast sem kjörlendiskaffi (Microlot) enda mjög gott og aðeins örfáir sekkir af kaffibaunum verða
til ár hvert.

Eikartrén” fallega jörðin hans José Roberto Deraz

 

Eþíópía

Wolichu Sodu

Tært og blómlegt kaffi með mjúkri sætu og ávexti. Ljóst súkkulaði og karamella, ferskja og jasminblóma- angan. Kaffi sem minnir á gönguferð í blómagarði.

Vinnslustöðin Sodu er í héraðinu Guji Oromia, nálægt bænum Hara Adam og koma bændur frá nálægum sveitum með kaffiberin sín til vinnslu í Sodu. Þar er kaffiberið tekið utan af baununum og þær þvegnar og þurrkaðar á þurrkborðum sem er algengt í Eþíópíu.

Eþíópía hefur nánast goðsagnakennda stöðu meðal kaffiramleiðslulanda. Arabicakaffibaunin er talin upprunnin í Eþíópíu og þar er kaffiræktun ólík ræktun í öllum öðrum kaffiræktunarlöndum.

Ræktun kaffis er hluti af daglegu lífi fólks. Villt kaffitré fundust í skógum og voru fyrst ræktuð eingöngu til heimilisnota. Erfðafræðilegur fjölbreytileiki kaffis er meiri hér en annars staðar sem gerir kaffiræktunina og bragðið einstakt og því er talað um Eþíópískt kaffi með lotningu.

Helmingur af því kaffi sem ræktað er, er drukkið af Eþíópíubúum sjálfum enda hluti af daglegri fæðu. Gestum er boðið uppá kaffi og þá er viðhöfð ákveðin kaffiseremónía sem gestir horfa á. Elsta kona heimilisins brennir kaffibaunir í pönnu yfir hlóðum, malar síðan og hellir uppá í deiglu. Kaffi og vatn er látið sjóða upp þrisvar sinnum áður en það er borið fram í litlum bollum.

Meirihluti bænda í Eþíópíu eru smábændur, með minna en 1 hektara lands og stundum eru kaffitrén fyrir utan húsin sem hluti af garði. Það eru nokkrir stórir búgarðar í Eþíópíu, auk samvinnufélaga þar sem margir bændur sameinast um vinnslustöð og sölu á kaffinu.

Þurrkaðar kaffibaunir.

Kaffibaunirnar eru þurrkaðar á reistum borðum í 5-15 daga, eftir veðri.

 

Haustdrykkirnir eru mættir á kaffihúsin!

Cocoa Puffs Jökull
Jökull með súkkulaðisósu, þeyttum rjóma og gamla góða Cocoa Puffs.

Túrmerik Latte
Túrmerik kryddblanda með flóaðri mjólk og sætu hunangi.

Hnetu Mokka
Heitt súkkulaði með tvöföldum expressó, heslihnetusírópi, þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.

Pumpkin Pie
Latte með Pumpkin Spice sírópi, toppaður með dúnmjúkum rjóma og kanil.

 

Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.

SKRÁ MIG Í KAFFIKLÚBB KAFFITÁRS